ASS eða Algengar Spurningar og Svör er hvar við gerum okkar besta til að svara helstu spurnngum sem brenna á notendum kringla.is hverju sinni.

Við vinnum hörðum höndum í að svara spurningum notenda og munum því uppfæra ASS á þessari síðu eins oft og þurfa þykir.

Þess vegna ráðleggjum við þér sem notanda á kringla.is að þú komir hingað inn til að fá svar við spurningum sem gæti vaknað áður en þú hefur samband við nethjálpina.

Við vonum að þú hafir bæði gagn og gaman af því að kynna þér ASS og farir héðan fróðari enn þegar þú komst hér inn?

Nýskráning ekki samþykkt?

Til að koma í veg fyrir að hakkarar geti haft aðgang að Kringla.is í gegnum notendaaðgengi þitt,  þá veit öryggiskerfi Kringla.is  ef þú notar samsetningu netfangs og lykilorðs sem hefur verið notað á vef sem hefur verið hakkaður.  Öryggiskerfi kringla.is einfaldlega leyfir þér ekki að nota sömu samsetningu illa fengins netfangs og lykilorðs til að stofna til aðgengis á vefsvæði Kringla.is.

Prufaðu að nota annað lykilorð.

Ef þetta er ekki raunin,  hafðu þá samband í gegnum nethjálpina og við aðstoðum þig við að stofna til aðgengis á Kringla.is

Sterk lykilorð eru sambland af há- og lágstöfum og númerum og eru minnst 8 stafir að lengd t.d.  “F58grp96” eða orðleysur t.d.  “07+GulirVextir“.

Ekki er ráðlagt að nota sama lykilorðið á mörgum stöðum.

Sjá nánar í ASS: Eru upplýsingarnar mínar öruggar á Kringla.is

Eru upplýsingarnar mínar öruggar á Kringla.is?

Öryggi upplýsinga vistaðar á vef Kringla.is er 99% öruggar – enn mundu að engin mannana verk eru 100%!

Upplýsingar sem notandi skráir á vef Kringla.is eru dulkóðar. Vef- og kerfistjón hafa einir aðgang að þessum upplýsingum dulkóðuðum.

Greiðslukoratupplýsingar eru ekki vistaðar á vef kringla.is, þær eru vistaðar hjá þeim greiðslumiðlurum sem kringla.is notar til að höndla með greiðslur fyrir vörur og þjónustu á kringla.is.

Kringla.is hefur innbyggt skilaboðakerfi þar sem kaupendur geta haft samband við seljendur.

Upplýsingar sem seljendur vöru eða þjónustu leggja út í textalýsingu í auglýsingum eru aðgengilegar öllum. Ekki ætti að leggja neinar persónu-tengjanlegar upplýsingar í textalýsingu enn símanúmer (ef það er gefið upp) er sýnilegt öllum í “Nánar” í smáauglýsingunni. Netfang, heimilisfang og þess háttar upplýsingar eru ekki aðgengilegar öðrum notendum.

Vefsvæði Kringla.is er einning varið gegn sérhæfðum róbótum sem leita uppi notendaupplýsingar. Netföng sem skráð eru á vef Kringla.is eru dulkóðuð.

Þessir sérhæfðu róbótar mundu sjá þetta netfang; [email protected]þu.is sem

& #101;[email protected]& #117;.is ;

Þannig að róbótinn mundi aldrei vita að þessi kóði er netfang!

Til að verja aðgang þinn á vef kringla er mælst til að þú notir sterkt lykilorð sem ekki er auðvelt að finna út.

Sterk lykilorð eru sambland af há- og lágstöfum og númerum og eru minnst 8 stafir að lengd t.d. “F58grp96” eða orðleysur t.d. “07+GulirVextir“.

Mundu að geyma lykilorð á öruggum stað þar sem óviðkomandi nær ekki til!

Þú ert ábyrg/ur fyrir notanda aðgengi þínu á kringla.is og gagnvart misnotkun sem óviðkomandi kann að vera valdur af.

Verði þú þess áskynja að óviðkomandi hafi komist yfir notenda upplýsingar þínar þá skaltu breyta lykilorði þínu hið snarasta. Getir þú ekki skráð þig inn með netfangi og lykilorði þá skaltu byðja um að fá sent nýtt lykilorð. Komi til þess að netfangi þínu hafi verið breytt án þinnar vitneskju, þá skaltu tafarlaust hafa samband við kringla.is í gegnum nethjálpina.

Gott ráð er að útskrá sig af vef kringla.is þegar þú hefur lokið erindi þínu. Þetta gildir um öll vefsvæði sem þú hefur notendaaðgengi að.

Ekki er ráðlagt að nota sama lykilorðið á mörgum stöðum. Komist óviðkomandi yfir samsetningu netfangs og lykilorðs þá getur viðkomandi innskráð sig á þá vefi sem þú hefur aðgengi að og valdið þér óborganlegu tjóni.

Hakkarar eru þekktir fyrir að nota róbóta til að reyna að innskrá sig á vefsíður með samsetningu netfangs/notandanafns og lykilorðs sem þeir hafa komist yfir með innbroti á aðrar vefsíður.

Ó nei, hakkararnir sitja ekki fyrir framan tölvur og fara á milli vefsíðna til að prufa að innskrá sig handvirkt með slíkri samsetningu, róbótarnir heimsækja hundruð þúsunda vefsíðna á hvejum degi til að reyna að innskrá sig með samblandi af mörgum netföngum/notendanöfnum og lykilorðum til að komast inn og gera tilraun til að;

  • taka yfir vefsíður til að fá lausnargjald greitt í órekjanlegum rafmiðli s.s. Bitcoin, oftast er það 50.000 bandaríkjadalir sem þeir krefjast í lausnargjald.
  • taka yfir vefsíður til að senda út spam, þetta gera þeir til að nota gott og vel stætt lén sem ekki er bannað og auka þannig möguleika sína á að geta fengið spammið afhent til notenda og þá mun eigandi lénsins lenda í því að þufra að hvítþvo lénið og kóða sem hefur verið laumað inn, þetta getur verið mjög tímafrekt og kostnaðarsamt verkefni fyrir sérfræðina að kljást við.
  • leggja inn sérstakan kóða til að áframsenda notendur á aðra vefi svo þeir geti haft peninga út úr þeim,
  • Vefsvæði Kringla.is er varin gegn slíkum róbótum.

Netöryggi og netöryggismál eru Kringla.is hjartans mál!

Kringla.is á samstarfi við tvö netöryggisfyrirtæki sem eru leiðandi á sviði netöryggis til að verja vef Kringla.is gegn öllum hugsanlegum netárásum.

BulletProof Security Pro has an amazing track record. BPS Pro has been publicly available for 6+ years and is installed on over 40,000 websites worldwide. Not a single one of those 40,000+ websites in 6+ years have been hacked. BulletProof PRO Security

A Wordfence scan examines all files on your website looking for malicious code, backdoors, shells that hackers have installed, known malicious URLs and known patterns of infections.Wordfence.com.

Ertu viss um að það sé passað jafnvel upp á þínar upplýsingar annarstaðar eins og gert er hjá Kringla.is?

There are more than 1.86 billion websites on the internet. Around 1% of these — something like 18,500,000 — are infected with malware at a given time each week; while the average website is attacked 44 times every day. Securityweek.com

Hver er munurinn á auglýsingum sem í boði er?

Auglýsingar og auglýsingaborðar

Fyrirtæki og einstaklingar geta keypt auglýsingar og auglýsingaborða á kringla.is.

Í framtíðinni mun sala á auglýsingaborðum verða alfarið sjálvirk aðgerð í kerfinu þar sem auglýsandi getur séð um sínar auglýsingabirtingar án hlutdeildar kringla.is, þar til, þá þarft að hafa samband í gegnum nethjálpina til að fá frekari upplýsingar um hvað er í boði.

Auglýsingar á blogginu.

Hægt er að kaupa auglýsingu á blogginu og er líftími slíkrar auglýsingar minnst eitt ár.

Texti skal minnst innihalda 500-750 orð og að hámarki vera 3000 orð.

Minnst einn tengill skal vera fyrir hver 500 orð sem tengist þá á vefsíðu auglýsenda.

Minnst ein mynd skal fylgja með að hámarki 5 myndir.

Einn tengill á myndband er mjög jákvætt.

Textinn skal vera prófarkalesinn og klár til birtingar með greinaskilum og skilist inn á .txt formi,

Svar við spurningunni; afhverju ættiru að íhuga að kaupa auglýsingu á blogginu fæst svarað í ASS undir “Hver er helsti kostur þess að auglýsa á kringla.is?” og “Hver er dreifingamáttur auglýsinga á kringla.is?” hér neðar.

Hver er helsti kostur þess að auglýsa á kringla.is?

Helsti kostur þess að auglýsa á kringla.is er bæði sanngjarnt verð fyrir þjónustuna og dreifingamáttur  kringla.is

Sjá nánar “Hver er dreifingamáttur auglýsinga á kringla.is?”

Hver er dreifingamáttur kringla.is?

Dreifingamáttur auglýsinga á kringla.is er með því mesta sem þekkist í þessum geira.  

Þegar þú hefur póstað vöru, þjónustu eða auglýsingu út á kringla.is að þá munum við,  þér algerlega að kostanaðrlausu deila póstinum út á samfélagsmiðlana s.s.  Facebook,  Twitter,  Pinterest,  Instagram o.fl. slíka miðla þar sem þú getur hugsanlega náð til þúsunda eða milljóna áhugasamra kaupenda.

Þegar þú hefur vöru, þjónustu eða auglýsingu út á kringla.is að þá mælum við með að þú gerir slíkt hið sama með að nota deila hnappana á á síðunni og senda út á þá samfélagsmiðla sem þú hefur aðgengi til og fá svo vini og fjölskyldumeðlimi til að áfram deila enn frekar.

Leitarvélarnar pikka upp það sem póstað er á kringla.is og það efni sem sent er af kringla.is út á samfélagsmiðlana þannig að vel skrifuð og hnitmiðuð lýsing a´vöru, þjónustu eða auglýsingu getur komið upp í leit á samfélagsmiðlunum jafnt sem og í leitarvélunum, þegar leitarorð passa við þína lýsingu eru notuð.

Það segir sig sjálft að kringla.is getur skilað þér margfalt meiri athygli og eftirspurn enn hefðbundin markaðssetning almennt getur gert.

Við skulum heldur ekki gleyma dreifingamætti samfélagsmiðlana þegar skondin og hniðmiðaður póstur kemst í dreifingu á heimsvísu – láttu kringla.is hjálpa þér!

Hvað segir þetta þér um dreifinga- og auglýsingamátt  efnis sem birt eru á kringla.is? 

Þú sem seljandi vöru eða þjónustu nú eða auglýsandi á kringla.is getur þakkað sérfræðikunnáttu okkar í markaðssetningu á netinu að þú getur nýtt þér þessa þjónustu algerlega að kostnaðarlausu!

Eins og þú kannski hefur séð, hafir þú hefur kynnt þér fjölbreytileika efnis sem er að finna á kringla.is að þá eru þessar auglýsngar í raun engar smáauglýsingar heldur risastórar auglýsingar þar sem þú getur komið fyrir upplýsingum í heilmiklum texta  í textalýsingu ásamt myndum og myndbandi.

Eins og bent er á í leiðbeiningum um uppsetningu efnis kringla.is að því markvissari sem textinn er, því meiri líkur er á að þú seljir vöru og þjónustu mun hraðar enn auglýsing með nokkur orð sem segja lítið sem ekki neitt um það sem þú ert að bjóða og getur því svarað öllum helstu spurningum sem þú annars mundir þurfa að eyða hellings tíma í að svara í gegnum síma eða í skilaboðunum!

Hver er ábyrgð kringla.is í viðskiptum milli notenda kringla.is?

Kaupandi og seljandi gera viðskipti sín á milli algerlega án afskipta kringla.is.

Kringla.is gerir kaupendum kleift að komast í færi við seljendur vöru og þjónustu á vef kringla.is. 

Kringla.is eða starfsfólk kringla.is getur á engan hátt verið dregin ínn í slík eftirmál. Sjá skilmála til frekari útskýringar komi upp álitamál.

Seljendur

Almenn regla er sú að þú sem seljandi vöru eða þjónustu eða ert auglýsandi á kringla.is ert ábyrg/ur fyrir þeim upplýsingum sem þú kemur á framfæri á vef kringla.is

Kaupendur

Þú sem kaupandi vöru eða þjónustu ert ábyrg/ur fyrir því að kynna þér vöruna/þjónustuna hjá seljenda.

Komi í ljós að vara eða þjónusta standist ekki þær kröfur sem til er ætlast að þá viljum við á kringla.is vita um um það. Þú getur sent kvörtun um seljenda í gegnum nethjálpina. Það mun hjálpa okkur að halda frá söluaðilum sem ítrekað eru að bjóða vörur og þjónustu sem engan vegin stenst lýsingu þeirra lýsingu á vöru eða þjónustu.

Er hægt að gera hitt og þetta?

Kringla.is er í stöðugri þróun,  hafir þú ósk um fídus eða aðra valmöguleika sem ekki er enn í boði á kringla.is sem gæti nýst þér betur til að koma vöru eða þjónustu á framfæri,  sendu okkur þá skeyti í gegnum nethjálpina (ekki netspjallið) og við munum sjá hvað við getum gert í málinu.

Við getum ekki lofað neinu um að hitt eða þetta verði sett upp en að sjálfsögðu vilum við að kringla.is hafi upp á alla þá möguleika að bjóða sem best nýtist auglýsendum og seljendum vöru og þjónustu.

Hver er munurinn á þessum kringlum?

Styttri útgáfan er einfaldlga sú að allir kringlu-smjattandi íslendingar vita að að það er bragðið!

Til að sjá lengri útgáfuna, opnaðu þá “Hver er munurinn á kringlan.is og kringla.is?”

Ég biðst forláts hafi ég misskilið spurninguna!

Hver er munurinn á kringlan.is og kringla.is?

Eins og allir íslendingar vita að þá er Kringlan (kringlan.is) verslunarmiðstöð í henni Reykjavík og hefur kringla.is ekkert með þá kringlu að gera.

Kringla.is kom nýbökuð, fersk og ylmandi á íslenskan markað 2020 og er vefverslun og auglýsingavefur.

Aðstendur kringla.is  eru sérfróðir um markaðssetningu á netinu og ætla að nýta sér þá þekkingu til að notendur kringla.is geti komið vörum og þjónustu á framfæri á heimsvísu (t.d. til íslendinga sem eru í útlöndum eða íslendinga á leið til útlanda nú eða bara ná til hinna margfrægu íslandsvina!) í gegnum vef kringla.is fyrir betra verð enn gengur og gerist.

Ertu ekki örugglega komin með notendaaðgengi á kringla.is? Svo þú getir notfært þér sérþekkingu okkar á netinu,  til að koma þér, vöru eða þjónustu þinni á framfæri fyrir tiltölulega lágt verð?

Hvernig kemst ég í símsamband við kringla.is?
Sem stendur þá höfum við ekki mannskap til að svara spurningum í gegnum síma.
Hafir þú brýna þörf á að komast í samband við okkur hjá kringla.is, þá bendum við á að þú getur sent inn fyrirspurn á nethjálpinni eða í gegnum netspjallið, þegar það er opið.
Er spurningum þínum ekki svarað í ASS

Við svörum eins flótt og kostur er alla virka daga.  Sendir þú fyrirspurn um helgi eða á almennum frídegi,  þá munum við svara þér strax eftir slíka frídaga.

Ekki margsenda inn sömu fyrirspurnina,  það mun einungis verða til þess að þú munt ýta fyrri fyrirspurn neðar á listan sem mun tefja fyrir því að við getum svarað þér innan eðlilegs tímaramma.

Kurteisi kostar ekkert,  frekja og ruddaskapur í fyrirspurnum hvort það er í gegnum nethjálpina eða netspjallið geta leitt til þess að við einfaldlega lokum aðgengi þínu á kringla.is.

Hafi skapið hlaupið með þig í gönur að þá eru hér 3 góð ráð:

  1. Dragðu andan djúpt inn minnst 5 sinnum og andaðu rólega frá þér.
  2. Hlauptu upp á næsta fjall og öskraðu illskuna út þér (ef þú býrð í danmörku, sjá nr. 1).
  3. Hafðu svo samband þegar þú hefur gert nr. 1 eða nr. 2  🙂