Hér getur þú fundið skilmála Kringla.is og tengdra vefsvæða, hér eftir nefnd Kringla.is. Skilmálar þessir taka til vörukaupa, auglýsinga og notkun á vefsvæði Kringla.is og meðferð persónuupplýsinga á vefsvæði Kringla.is og hver réttur þinn gagnvart Kringla.is er.

Please click here for our TOS, Policies and other legal stuff in English.

Skilmálar um notkun á kökum (e-cookies)

1. Hvað eru cookies?

Cookie er lítil textaskrá sem vefsvæðið getur sett inn á tölvuna þína eða önnur snjalltæki þegar vefsvæði kringla.is, er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskráin er geymd á vefvafra notenda og vefur Kringa.is þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þetta gerir það mögulegt að Kringla.is getur sent ákveðnar upplýsingar í vafra notenda og getur auðveldað notendum aðgang að margs konar aðgerðum. Cookies geta innihaldið texta, númer eða upplýsingar eins og dagsetningar, en þar eru engar persónuupplýsingar um notendur geymdar.

2. Notkun Kringla.is á kökum

Með því að samþykkja skilmála Kringla.is um notkun á cookies er vefnum m.a. veitt heimild til þess að:

 

 • bera kennsl á notendur sem hafa komið áður á vefinn og sníða leit og þjónustu við gestina til samræmis við auðkenninguna,
 • að gera notendum auðveldara að vafra um vefsvæðið, til dæmis með því að muna eftir fyrri aðgerðum,
 • að þróa og bæta þjónustu vefsvæðisins með því að fá innsýn í notkun hennar,
 • að birta notendum auglýsingar
 • að safna og senda tilkynningar um fjölda notenda og umferð um svæðið,

Kringla.is notar einnig Google Analytics frá Google. Analytics safnar upplýsingum nafnlaust og gefur skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum. Google Analytics notar sínar eigin kökur til að fylgjast með samskiptum gesta við vefsvæði. Á grundvelli þess áskilur Kringla.is sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google. Upplýsingarnar eru skráðar með aðstoð og notkun á cookies. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum.

 

Sjá Google Analytics Cookie Usage on Websites

 

Sjá How Google uses cookies in advertising

 

Sjá Google Privacy Policy

 

 1. Slökkva á notkun á kökum

  Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafrann sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni.
 1. Hversu lengi eru cookies á tölvum/snjalltækjum notenda?

  Cookies geta lifað eins lengi og notandi er innskráður á vef Kringla.is og eða eru geymdar í tölvum/snjalltæjum notenda þar til notandi hreinsar cookies út úr netvafranum.

5. Meðferð Kringlu.is á persónuupplýsingum
Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Kringla.is lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinar og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.

 

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, komi upp álitamál varðandi þessa skilmála, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.

Hvaða rétt þú hefur yfir þínum persónuupplýsingum

Hvaða rétt þú hefur yfir þínum persónuupplýsingum

Ef þú ert skráð/ur notandi eða hefur á annan hátt notað vefsvæði Kringla.is til samskipta, þá átt þú rétt á að sjá eða hala niður þeim upplýsingum sem hýstar eru á vefsvæði Kringla.is. Upplýsingar þeirra sem skilja eftir skilaboð (comment) á vörum, auglýsingum eða á blogginu eru venjulega IP tala, netfang og upplýsingar í netvafra. Skráðir notendur og kaupendur auglýsinga eða vöru úr vefverslun Kringla.is hafa lagt til ítarlegri persónuupplýsingar. Þú átt rétt á að biðja um að upplýsingum um þig verði eytt út af netþjóni Kringla.is. Þér er einnig heimilt að fá aðgangi þínum að vefsvæði Kringla.is eytt. 

ATH! Kringla.is er heimilt (og getur verið skylt) að vista persónuupplýsingar út frá vefstjórnunar sjónarmiðum, lagalegum grunni eða af öryggis ástæðum. Notandi með skráðan aðgang á vefsvæði Kringla.is getur leiðrétt rangar persónuupplýsingar með því að skrá sig inn á ,,Mínar síður” Þeir sem ekki geta breytt röngum upplýsingum geta óskað eftir því við starfsfólk Kringla.is að fá röngum upplýsingum breytt eða eytt og skal í slíku tilfelli hafa samband við starfsfólk Kringla.is eftir þeim samskiptamáta sem er í boði á Kringla.is   

ATH! Kringla.is notar þjónustu þriðja aðila til að sjá um greiðslur og hýsir engar upplýsingar um greiðslukort o.þ.h. Jafnframt eyðum við reglulega ýmsum upplýsingum s.s. útrunnu efni/vörum, auglýsingum, fyrirspurnum og öðru er varðar útrunnar auglýsingar frá þriðja aðila. Það segir sig sjálft að ekki er hægt að nálgast upplýsingar sem hefur verið eytt út af netþjóni Kringla.is 

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, komi upp álitamál varðandi þessa skilmála, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.
Vörukaup af þriðja aðila

Auglýsingar Kringla.is birtir eingöngu auglýsingar frá notendum sem þess óska og ber auglýsandi/seljandi alla ábyrgð á að réttar upplýsingar eru lagðar fram í auglýsingu. Ábyrgð á vöru (ef einhver er), er alfarið í höndum seljanda vöru sem þeir auglýsa á vefsvæði Kringla.is og skal seljandi ekki blanda Kringla.is eða starfsfólki Kringla.is inn í eftirmála sem af kann að hljótast. 

Notendur vefsvæðis Kringla.is sem kaupa vörur af þriðja aðila gera það á eigin ábyrgð. Notendur eru kvattir til að kynna sér vörur og vöruskil hjá seljenda áður enn kaup eiga sér stað. Undir engum kringumstæðum getur Kringla.is eða starfsfólki Kringla.is verið gert ábyrgt gagnvart vörusvikum eða öðrum afleiðingum sem notandi Kringla.is getur orðið fyrir af viðskiptum við þriðja aðila sem nýtir sér auglýsingamátt Kringla.is á vefnum. 

 Vörukaup úr vefverslun Kringla.is sem seldar eru í umboðssölu. Sömu skilmálar gilda um vörukaup á vörum frá þriðja aðila sem seldar eru í umboðssölu úr vefverslun Kringla.is.   

Auglýsingar Kringla.is bíður hverjum sem þess óskar að auglýsa á vefsvæði Kringla.is. Allar slíkar auglýsingar tengjast á vefsvæði utan vefsvæðis Kringla.is og er Kringla.is eða starfsfólk Kringla.is á engan hátt ábyrgt fyrir því efni sem leynst getur á vefsvæði sem slík auglýsing beinist til. 

Vörukynning Kringla.is getur boðið upp á vörukynningar fyrir þriðja aðila og slíkar vörur í vefverslun Kringla.is eru þá seldar á vefsíðu þriðja aðila. Kaupi notandi Kringla.is vöru af vef þrijða aðila þá er kaupanda bent á að öll samskipti varðandi kaup og vöruskil eru alfarið í höndum þess seljanda sem kaupandi á viðskipti við.   

Vörusvik Notendur sem telja sig vera hlunnfarna í viðskiptum við seljenda vöru sem auglýst er á vefsvæði Kringla.is, hvort sem er í umboðssölu í vefverslun, auglýsingum eða með öðrum hætti eru hvattir til að tilkynna seljenda/auglýsanda til starfsfólks Kringla.is í gegnum nethjálpina á vefsvæði Kringla.is. 

Skal slík tilkynning innihalda málefnalegar og ítarlegar upplýsingar skrifaðar á íslensku eða ensku og án allra málfarslettna um það sem kaupandi telur sig vera hlunnfarinn. Tilkynningar sem eru ruddalegar, ómálefnalegar, uppfullar af málfarslettum eða ekki rökstuddar verða einfaldlega ekki teknar til greina. 

T.d. kvörtun sem hljóðar á þennan veg: ,,Seljandi er skíthæll og skuldar mér því ég vill ekki vöruna” er ekki málefnaleg rökfærsla! 

ATH! Við tökum ekki við kvörtunum á netspjallinu, nota skal nethjálpina (Support Ticket System) til að send okkur slíkar kvartanir.   Verði starfsfólki Kringla.is blandað inn í eftirmála af vörukaupum, þá áskilur Kringla.is sér allan rétt til að rukka viðkomandi um allan þann kostnað sem af kann að hljótast. 

Við hvetjum kaupendur vöru til að kynna sér skilarétt, tryggingar, ábyrgðaskilmála o.fl hjá seljenda/fluttningsaðila.

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, komi upp álitamál varðandi þessa skilmála, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.
Vörukaup úr vefverslun Kringla.is

Vörukaup úr vefverslun Kringla.is

Skilmálar við vörukaup á vörum sem kann að vera seldar af þrijða aðila úr vefverslun Kringla.is, sjá; ,,Vörukaup af þriðja aðila”. 

Vörur sem seldar eru í vefverslun Kringla.is Kringla.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir. 

Afhending vöru Allar vörur eru afgreiddar eins fljótt og kostur er. Sé varan ekki til á lager, ef engar upplýsingar liggja frammi um endurkomu vöru, þá getur seljandi vöru/þjónustu eða þjónustufulltrúi Kringla.is haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af fluttningsaðilum sem seljendur í vefverslun Kringla.is skiptir við, eða fluttningsaðilum sem vöruframleiðendur/heildsalar Kringla.is skiptir við og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra fluttningsaðila um afhendingu vörunnar. Kringla.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá vefverslun á Kringla.is eða vöruhúsi þar sem varan er geymd þá er tjónið á ábyrgð kaupanda. Við hvetjum kaupendur vöru til að kynna sér tryggingar og ábyrgðaskilmála fluttningsaðila. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur Sé vara gölluð skal kaupandi strax hafa samband við Kringla.is eða seljanda og tilkynna um gallaða vöru. Kringla.is áskilur sér rétt til að og í samstarfi við framleiðanda/heildsala gallaðarar vöru sem Kringla.is á í samstarfi við, að meta hvort skipta skal út gallaðri vöru fyrir sömu vöru sem hefur verið skilað inn til seljanda af kaupanda eða endurgreiða vöruna að fullu eða að hluta. Krefjist kaupandi endurgreiðslu eða skilar inn gallaðri vöru skal kaupandi afhenda viðkomandi vöru í upprunalegum umbúðum til þess vöruhúss sem varan kom frá og skal afrit af kvitttun fylgja með þegar vöru er skilað inn. Kringla.is áskilur sér allan rétt til að hafna endurgreiðslu ef síendurtekningar endurgreiðslukröfur koma frá sama aðila. Kringla.is áskilur sér rétt til að óska eftir því að kaupandi framvísi sönnunum um að varan sé gölluð og áður en til vöruskila kemur. 

Seljendur bjóða almennt 30 daga skilafrest á völdum vörum úr verslun Kringla.is. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Kringla.is áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af kaupverði til að standa straum af kostnaði sem af kann að hljótast af vöruskilum. ATH! Einstaka vöruflokkar gætu innihaldið vörur sem ekki hafa skilarétt og ber því kaupanda að kynna sér reglur um vöruskil á þeim vörum sem keyptar eru í vefverslun Kringla.is. Ekki hika við að hafa samband við starfsfólk Kringla.is ef upp vakna spurningar varðandi þessa skilmála.. 

Verð Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

 Skattar og gjöld Öll verð í netverslun Kringla.is eru án VSK enn VSK er tilgreint á reikningi við kassa og áður enn vörukaup eiga sér stað. Reikningar eru gefnir út með VSK. Fluttningskostnaður getur lagst á vöruna við kassa. kaupanda er bent á að að kynna sér verð hjá flutningsaðila ef boðið er upp á fleiri enn einn fluttningsmáta á vöru. 

Trúnaður Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum, nema lög kveði á um annað.

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, komi upp álitamál varðandi þessa skilmála, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.
Markaðssettnig Kringla.is á vefnum

Markaðssettnig Kringla.is á vefnum

Kringla.is notar allt það fullkomnasta í markaðssetningu á netinu m.a. með útsendingu á fréttabréfi og markpósti ýmiskonar í rafrænu formi eða öðrum markaðsauglýsingum sem eru sendar á netfang þeirra sem þess óska. Hafir þú skráð þig á póstlista hjá Kringla.is að þá getur þú ávallt breytt áskrift þinni að slíkum áskrifarpósti. Tengill er á botni allra útsendra markpósta og fréttabréfa frá Kringla.is Hafir þú stofnað aðgang á vefsvæði Kringla.is þá er okkur heimilt að senda þér póst á skráð netfang ef það er útfrá vefstjórnunar sjónarmiðum, lagalegum grunni eða af öryggis ástæðum. 

Sjá nánar hvaða rétt við höfum til varðveislu persónuupplýsinga hér að ofan undir; ,,Hvaða rétt þú hefur yfir þínum persónuupplýsingum”

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.
Breytingar á skilmálum Kringla.is

Breytingar á skilmálum Kringla.is

Síðast uppfært í maí, 2020. Þar sem breytingar á vefsvæði Kringla.is eiga sér reglulega stað að þá geta skilmálar breyst, innihald skilmála mun þess vegna breytast í framtíðinni. Innihald skilmála Kringla.is gæti hafa breyst síðan þú last skilmálana síðast. Þessar breytingar eru nauðsynlegar og eru framkvæmdar til að viðhalda vefsvæði Kringla.is, viðhalda trúnaði og vernda upplýsingar sem hýstar eru á vefsvæði Kringla.is. Ef skilmálar Kringla.is eru þér mikilvægir að þá ættir þú að kynna þér skilmálana reglulega þar sem breytingar á skilmálunum verða ekki kynntar sérstaklega, hvorki fyrir eða eftir slíkar breytingar. 

Fyrirspurnir, athugasemdir, áhyggjur Hafir þú spurningar, áhyggjur eða athugasemd við skilmála eða annað efni á vefsvæði Kringla.is, eða hefur aðrar ástæður til að hafa samband, að þá er þér velkomið að hafa samband við starfsfólk Kringla.is í gegnum þá samskiptamáta sem í boði eru á vefsvæði Kringla.is

Þar sem vefur Kringla.is er hýstur utan íslands og er markaðssettur á heimsvísu, komi upp álitamál varðandi þessa skilmála, þá gilda skilmálar á ensku þar sem skilmálar á íslensku ná ekki til. Sjá skilmála á ensku hér.